Þórir útnefndur bestur

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í baráttu gegn Svíum.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í baráttu gegn Svíum. mbl.is/Árni Sæberg

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var í gærkvöldi útnefndur besti leikmaðurinn á alþjóðlegu móti U20 ára landsliða karla í körfuknattleik sem fram fór í Laugardalshöll.

Ísland tryggði sér gullverðlaun á mótinu eftir sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik í gær, 75:60, og í mótslok var Þórir valinn bestur á þessu fjögurra þjóða móti.

Þórir skoraði 12 stig fyrir Ísland í gær og tók 9 fráköst. Gegn Ísrael á þriðjudag skoraði hann 14 stig og tók 8 fráköst en gegn Svíum á mánudag skoraði hann 9 stig og tók 6 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert