Ísland tók gullið á sterku móti

Tryggvi Snær Hlinason og Kári Jónsson áttu báðir mjög góðan …
Tryggvi Snær Hlinason og Kári Jónsson áttu báðir mjög góðan leik í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tryggði sér sigur á sterku fjögurra þjóða móti í körfubolta með því að vinna Finnland, 75:60, í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var annar sigur Íslands á mótinu og fyrsta tap Finnlands. Ísland vann Svíþjóð í fyrsta leik á mánudaginn, 61:58, en varð að gera sér tap gegn Ísrael í gær að góðu, 81:74.

Ísland og Finnland unnu bæði tvo af þremur leikjum sínum á meðan Svíþjóð og Ísrael unnu einn leik hvort. Ísland tók 1. sætið af Finnum með sigrinum og gullið í leiðinni. Mótið var fyrsti liðurinn í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram fer í Grikklandi í sumar. 

Tryggvi Snær Hlinason, sem á dögunum gekk í raðir Valencia, átti algjöran stórleik. Hann skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kári Jónsson skoraði 14 stig og Þórir Þorbjarnason 12. 

Næstu verkefni liðsins er annað æfingamót sem fram fer í Grikklandi. Þar mætir íslenska liðið Ítalíu, Spáni og Grikklandi. 

Gangur leiksins:: 0:2, 3:9, 9:12, 13:14, 15:17, 23:24, 29:24, 38:24, 47:24, 51:27, 54:34, 60:42, 65:45, 71:47, 73:49, 75:60.

Ísland: Tryggvi Snær Hlinason 17/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Kári Jónsson 14/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 12/9 fráköst, Kristinn Pálsson 10, Snorri Vignisson 6/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6/4 fráköst, Breki Gylfason 5, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 14 í sókn.

Finnland: Matias Suvanto 12/5 fráköst, Lassi Nikkarinen 10, Teemu Knihtinen 8/4 fráköst, Eero Innamaa 6, Edon Maxhuni 6, Aatu Kivimäki 5, Henri Kantonen 5, Hannes Koskinen 3/4 fráköst, Jyri Eboreime 3, Robertt Bärlund 2.

Fráköst: 14 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davor Gudelj, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Tómas Tómasson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert