Tvö efstu liðin töpuðu í spennuleikjum

Ísabella Ósk Sigurðardóttir úr Breiðabliki með boltann í leiknum í …
Ísabella Ósk Sigurðardóttir úr Breiðabliki með boltann í leiknum í kvöld og Marín Laufey Davíðsdóttir (4) reynir að hjálpa henni. mbl.is/Árni Sæberg

Tvö efstu liðin í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik, Valur og Haukar, máttu bæði þola ósigur í kvöld þegar áttunda umferð deildarinnar var leikin. Nýliðar Breiðabliks skelltu Val, 74:72, í Smáranum og Stjarnan vann dramatískan sigur á Haukum í Ásgarði, 76:75.

Valur heldur efsta sætinu með 12 stig en Haukar, Stjarnan og Skallagrímur eru nú öll með 10 stig. Skallagrímur vann botnlið Njarðvíkur, 86:79, í Borgarnesi. Keflavík og Breiðablik eru með 8 stig, Snæfell 6 en Njarðvík er án stiga.

Danielle Rodriguez skoraði úr tveimur vítaskotum á lokasekúndunni fyrir Stjörnuna gegn Haukum og þar með var sigurinn Garðbæinga. Liðin höfðu skiptst á um forystuna en Haukar voru yfir, 73:69, þegar aðeins 70 sekúndur voru eftir af leiknum. Rodriguez skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna en Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig fyrir Hauka og tók 20 fráköst.

Í Smáranum var ekki síður spenna þar sem Blikar og Valskonur skiptust á um að vera yfir. Ivory Crawford skoraði tvö síðustu stig leiksins fyrir Breiðablik úr vítaskotum og tryggði liðinu sigurinn, 74:72. Hún gerði 23 stig í leiknum.

Carmen Tyson-Thomas skoraði 47 stig fyrir Skallagrím gegn sínu gamla félagi, Njarðvík, en Shaloda Winton gerði 35 stig fyrir Njarðvíkinga.

Stjarnan - Haukar 76:75

Ásgarður, Úrvalsdeild kvenna, 22. nóvember 2017.

Gangur leiksins: 8:3, 15:7, 27:11, 27:15, 27:19, 36:28, 38:32, 38:36, 45:36, 50:44, 50:51, 56:54, 62:59, 67:61, 69:68, 76:75.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.

Fráköst: 28 í vörn, 23 í sókn.

Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Skallagrímur - Njarðvík 86:79

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 22. nóvember 2017.

Gangur leiksins: 2:5, 10:10, 14:17, 20:25, 23:25, 27:30, 29:35, 34:40, 38:45, 43:48, 50:50, 57:52, 61:55, 69:60, 78:66, 86:79.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Halldór Geir Jensson, Sigurbaldur Frímannsson.

Breiðablik - Valur 74:72

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 22. nóvember 2017.

Gangur leiksins: 2:4, 2:9, 6:17, 15:19, 18:28, 25:30, 30:34, 38:38, 42:40, 46:45, 53:50, 57:56, 59:63, 63:65, 71:70, 74:72.

Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 3.

Fráköst: 31 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhann Guðmundsson, Aron Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert