Borgnesingar auka forskotið

Darrell Flake leikur með Borgnesingum og átti 8 stoðsendingar í …
Darrell Flake leikur með Borgnesingum og átti 8 stoðsendingar í leiknum í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Skallagrímur er kominn með fjögurra stiga forystu í 1. deild karla í körfuknattleik eftir mjög öruggan sigur á FSu, 111:83, í Borgarnesi í kvöld.

Skallagrímur er með 16 stig eftir níu leiki en Breiðablik er með 12 stig eftir 8 leiki og síðan koma Snæfell, Vestri og Hamar, öll með 10 stig eftir sjö til átta leiki. FSu er næstneðst í deildinni með 2 stig eftir 9 leiki.

Gangur leiksins: 5:7, 12:15, 16:19, 25:23, 32:29, 39:34, 48:37, 50:45, 59:52, 69:59, 77:61, 79:63, 85:64, 92:71, 102:78, 111:83.

Skallagrímur: Aaron Clyde Parks 26/8 fráköst/7 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 18/8 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 17/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 9, Áskell Jónsson 7, Hjalti Ásberg Þorleifsson 7/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 7, Kristján Örn Ómarsson 6, Darrell Flake 6/4 fráköst/8 stoðsendingar, Atli Aðalsteinsson 5, Arnar Smári Bjarnason 3.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

FSu: Ari Gylfason 29, Charles Jett Speelman 17/5 fráköst, Florijan Jovanov 16/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 6/8 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 4, Jörundur Snær Hjartarson 3, Maciek Klimaszewski 2/4 fráköst.

Fráköst: 17 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Sveinn Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert