Borgnesingar réðu ekki við Dinkins

Brittanny Dinkins í leik með Keflavík.
Brittanny Dinkins í leik með Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skallagrímur missti af dýrmætum stigum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar liðið tapaði, 82:86, fyrir Keflavík í Borgarnesi.

Brittanny Dinkins fór þar á kostum fyrir Keflvíkinga en hún skoraði 48 stig og tók 13 fráköst. Hún hafði betur í einvíginu við Carmen Tyson-Thomas sem skoraði 39 stig fyrir Skallagrím og tók 17 fráköst.

Stjarnan er með 28 stig en Skallagrímur 26 í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir en annað liðanna fylgir Haukum, Val og Keflavík í úrslitakeppnina.

Liðin mætast í Borgarnesi á miðvikudagskvöldið og þar geta úrslitin í einvígi þeirra ráðist. Í lokaumferðinni á Skallagrímur útileik gegn deildarmeisturum Hauka en Stjarnan heimaleik gegn Val.

Gangur leiksins:: 4:4, 10:6, 15:9, 20:17, 23:24, 29:25, 34:27, 40:33, 44:39, 52:47, 56:57, 61:61, 64:69, 68:71, 74:80, 82:86.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 39/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/6 fráköst/9 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 48/13 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 1/9 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 180

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert