Held að Dagur sé rétti bitinn

Tómas Þórður Hilmarsson og Dagur Kári Jónsson.
Tómas Þórður Hilmarsson og Dagur Kári Jónsson. mbl.is/Sindri Sverrisson

„Við viljum alla vega meira en við fengum í ár. Við munum klárlega setja markið hátt á næstu leiktíð, bæði í bikarkeppni og úrslitakeppni,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson, körfuknattleiksmaður úr Stjörnunni.

Þeir Tómas og landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hafa samið við Stjörnuna um að leika með liðinu næstu tvö árin, og félagið greindi einnig frá því í gær að Dagur Kár Jónsson væri snúinn aftur frá Grindavík eftir þriggja ára fjarveru frá sínu uppeldisfélagi.

Morgunblaðið settist niður með þeim Tómasi og Degi í gær en þeir voru lykilmenn í '95-árgangi Stjörnunnar sem átti mikilli velgengni að fagna í yngri flokkum og varð meðal annars Íslandsmeistari í 10. og 11. flokki. Tómas varð í vetur fyrsti uppaldi Stjörnumaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og Dagur hefur sannað sig sem frábær bakvörður sem Grindvíkingar harma að hafa misst. „Ég er búinn að bíða lengi eftir að fá Dag aftur,“ segir Tómas laufléttur í bragði.

Sjá viðtal við Degi og Tómas Þórð í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert