Stjarnan fær finnskan landsliðsmann

Arnar Guðjónsson er þjálfari Stjörnunnar en hann tók við liðinu …
Arnar Guðjónsson er þjálfari Stjörnunnar en hann tók við liðinu af Hrafni Kristjánssyni í vor. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Bakvörðurinn Antti Kanervo hefur samið við Stjörnuna og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta staðfesti félagið á Facebook-síðu sinni í dag. 

Þessi 29 ára gamli leikmaður kemur til Stjörnunnar frá finnska liðinu Helsinki Seagulls. Hann skoraði 13 stig að meðtali á síðustu leiktíð og tók 3 fráköst. Þá var hann með 40% þriggja stiga nýtingu.

Hann á að baki 15 landsleiki fyrir Finnland og þá hefur hann einnig spilað í frönsku B-deildinni á ferlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert