Leikur Helena með systur sinni?

Helena Sverrisdóttir á landsliðsæfingu í vikunni.
Helena Sverrisdóttir á landsliðsæfingu í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðskonan Helena Sverirsdóttir hefur samið við Val um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Netmiðillinn Karfan.is hefur heimildir fyrir þessu. 

Ef rétt reynist mun Helena leika með systur sinni Guðbjörgu sem verið hefur í stóru hlutverki í Valsliðinu síðustu árin. 

Þær systur eru uppaldar í Haukum og hefur Helena ekki leikið fyrir annað lið hérlendis hingað til. Í gær tjáði Helena mbl.is að til stæði að hitta forráðamenn Hauka síðar um daginn til að fara yfir stöðuna en hún hafði þá fengið sig lausa frá ungverska liðinu Cegléd sem ekki stóð við skuldbindingar sínar gagnvart henni og eiginmanninum Finni Atla Magnússyni sem einnig starfaði hjá félaginu. 

Í frétt Körfunnar.is kemur fram að Helena hafi rætt við Hauka, Val og KR varðandi framhaldið. Helena fékk samningi sínum við Cegléd rift. Ungverjarnir settu það sem skilyrði að gangi hún til liðs við lið utan Íslands þá muni það þurfa að greiða Cegléd fyrir Helenu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert