Styrktarleikur „Útmeða“

William Saunders leikmaður Vals með boltann.
William Saunders leikmaður Vals með boltann. mbl.is//Hari

Körfuknattleiksdeild Vals ætlar að láta allan hagnað af miðasölu á leik liðsins gegn Breiðabliki í Dominos-deild í körfuknattleik á föstudagskvöldið ganga til „Útmeða“, forvarnaverkefnis Rauða krossins og Geðhjálpar.

Fyrir þá sem ekki þekkja til „Útmeða“, þá er markmið verkefnisins að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda. Verkefnið er brýnt, m.a. með hliðsjón af því að á bilinu 500 til 600 manns leita sér aðstoðar á heilsugæslustöðvum og í sjúkrahúsum á Íslandi vegna sjálfskaða í kjölfar vanlíðanar á hverju ári. Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi.

Körfuknattleiksdeild Vals vonast til að flestir mæti á leikinn, ekki aðeins til fá góða körfuboltaskemmtun heldur einnig til að styðja þetta mikilvæga verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert