Senda erlendu leikmennina heim

Úr leik Hauka og Stjörnunnar á síðustu leiktíð.
Úr leik Hauka og Stjörnunnar á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ákveðið að senda erlendu leikmenn sína heim í ljósi aðstæðna, bæði hjá karla og kvennaliðum félagsins. Þetta staðfesti félagið við karfan.is í dag.

Karlalið Hauka hefur alfarið sagt upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Shane Osayande. Bakvörðurinn Hansel Atencia er á leiðinni í landsliðsverkefni með Kólumbíu og gæti átt afturkvæmt á Ásvelli í janúar, eða þegar leikar hefjast á ný.

Það sama á við um Alyesha Lovett í kvennaliði Hauka, hún er farin frá félaginu þangað til keppni getur hafist á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert