Grindavík vann Stjörnuna eftir mikla spennu

Ólafur Ólafsson lék vel fyrir Grindavík.
Ólafur Ólafsson lék vel fyrir Grindavík. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Grindavík hafði betur gegn Stjörnunni, 92:88, í spennuleik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Staðan var 88:88 þegar skammt var eftir og skoruðu Grindvíkingar fjögur síðustu stigin.

Eftir karlaskiptan fyrri hálfleik var Stjarnan með 47:41-forystu. Grindvíkingar sóttu á í þriðja leikhluta og tóku loks fram úr á lokakaflanum.

Elbert Matthews skoraði 32 stig fyrir Grindavík og Ólafur Ólafsson bætti við 27 stigum. Shawn Hopkins skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og David Gabrovsek gerði 20.

Grindavík er í öðru sæti með 12 stig en Stjarnan í áttunda með sex.

Grindavík - Stjarnan 92:88

HS Orku-höllin, Subway deild karla, 04. desember 2021.

Gangur leiksins:: 2:3, 10:5, 14:12, 24:21, 35:26, 39:36, 41:45, 41:47, 49:47, 54:52, 60:59, 63:66, 70:71, 79:79, 84:84, 92:88.

Grindavík: Elbert Clark Matthews 32/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 27/7 fráköst, Kristinn Pálsson 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado 12/11 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Naor Sharabani 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Stjarnan: Shawn Dominique Hopkins 21/4 fráköst, David Gabrovsek 20, Hilmar Smári Henningsson 14, Gunnar Ólafsson 12/5 fráköst, Robert Eugene Turner III 11/9 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 10/7 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert