Tinna áfram hjá Haukum

Tinna Guðrún Alexandersdóttir í leik með Haukum á tímabilinu.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir í leik með Haukum á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tinna Guðrún Alexandersdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við körfuknattleiksdeild Hauka. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2025.

Tinna Guðrún, sem er 19 ára, gekk til liðs við Hauka frá Snæfelli fyrir síðasta tímabil og var að því loknu valin besti ungi leikmaður ársins af Körfuknattleikssambandi Íslands og síðar, á verðlaunahófi úrvalsdeildarinnar, valinn sá leikmaður sem hafi tekið mestum framförum.

Á yfirstandandi tímabili hefur Tinna Guðrún leikið frábærlega þar sem hún hefur skorað 15 stig, tekið fjögur fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik í Subway-deildinni.

Hún vann sér nýlega inn sæti í íslenska A-landsliðinu og hefur leikið fjóra leiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert