Þórsarar jöfnuðu metin

Baldur Jóhannesson, fyrirliði Þórs, fer fram gegn Magnúsi Engli Valgeirssyni, …
Baldur Jóhannesson, fyrirliði Þórs, fer fram gegn Magnúsi Engli Valgeirssyni, fyrirliða Skallagríms. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór frá Akureyri gerði góða ferð í Borgarnes í kvöld og vann Skallagrím, 89:87, í öðrum leik liðanna í umspilinu um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.

Þar með er staðan 1:1 í einvígi liðanna en Skallagrímur vann fyrsta leikinn á Akureyri á dögunum. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit en í umspilinu leika átta lið um eitt úrvalsdeildarsæti.

Staðan í hálfleik var 43:42, Borgnesingum í hag. Leikurinn var í járnum til leiksloka, Skallagrímur var yfir í síðasta sinn þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, 83:82, en Þórsarar reyndust sterkari í lokin.

Harrison Butler skoraði 27 stig fyrir Þór, Jason Gigliotti 19 og Baldur Jóhannesson 17.

Nicolas Elame skoraði 32 stig fyrir Skallagrím, Darius Banks 20 og Magnús Engill Valgeirsson 13.

Þriðji leikur liðanna  fer fram á Akureyri á laugardagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert