Úlfarnir kjöldrógu meistarana

Anthony Edwards og Nickeil Alexander-Walker fagna eftir leikslok.
Anthony Edwards og Nickeil Alexander-Walker fagna eftir leikslok. AFP/David Berding

Minnesota Timberwolves burstaði meistara Denver Nuggets í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-körfubolta karla í Minnesota í nótt. 

Minnesota vann leikinn með 45 stigum, 115:70. Staðan í einvíginu er því orðin 3:3 en fjóra sigra þarf til að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. Mætast liðin í oddaleik í Denver á sunnudagskvöld. 

Anthony Edwards skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Minnesota. Hjá Denver var Nikola Jokic atkvæðamestur með 22 stig, níu fráköst og tvær stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert