Þetta er gríðarlega svekkjandi

Kristófer Acox með boltann í kvöld.
Kristófer Acox með boltann í kvöld. Eyþór Árnason

Kristófer Acox var að vonum svekktur eftir tap Vals fyrir Grindavík, 93:89, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta í Smáranum í Kópavogi í kvöld.

Staðan í einvíginu er þar með 1:1 en þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari.

Kristófer var svekktur eftir leik.

„Gríðarlega svekkjandi. Erum með þá allan leikinn fannst mér og ólíkt okkur að ná ekki að tengja saman „stoppinn.“ Við erum að spila ágætis vörn og þvinga þá í skotin sem við viljum. 

Við erum hins vegar ekki að klára það með varnarfráköstum. Þeir ná alltaf að refsa eftir sóknarfráköst. Það er erfitt að slíta sig frá þessu liði þegar það fær annað tækifæri til að skora. 

Við erum í tækifæri til að ýta á bensínið og halda áfram en erum að leyfa þeim að halda í við okkur.“

„Ég klikka á mjög auðveldu skoti sem ég set yfirleitt. Fer lélega upp gegn Ólafi og fáum þrist í grillið. Það er dýrt í restina. 

Við förum aftur á heimavöllinn þar sem okkur líður best og þurfum að ná í forskotið aftur. Mætum klárir og einbeittir á fimmtudaginn,“ sagði Kristófer í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert