Baugur eignast 15% í Kaldbaki

Baugur Group hefur keypt 15% hlut í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Seljandi hlutarins er Kaupþing Búnaðarbanki sem fyrir kaupin átti tæpan 19% hlut í félaginu.

Eftir viðskiptin er Baugur orðinn annar stærsti hluthafi í Kaldbaki á eftir Kaupfélagi Eyfirðinga svf. sem á rúm 27% hlut í félaginu. Þriðji stærsti hluthafi Kaldbaks er Samherji hf. með tæplega 13% hlut.

Kaupþing eignaðist stóran hlut í Kaldbaki í apríl sl. þegar félagið tók hlutabréf í Kaldbaki sem greiðslu fyrir 11% hlut í Tryggingamiðstöðinni sem Kaupþing seldi Kaldbaki.

Sé miðað við lokaverð hlutabréfa í Kaldbaki í Kauphöll Íslands í gær er kaupverð hlutarins rúmar 1.163 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK