Búist við óbreyttum stýrivöxtum um sinn

Seðlabankinn tilkynnir næstkomandi fimmtudag um stýrivaxtaákvörðun sína. Stýrivextir eru nú 14,25%. Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að Bloomberg fréttaveitan gaf í dag út vikulegt yfirlit sitt yfir norrænu markaðina og þar sé gert ráð fyrir að íslensku stýrivextirnir verði óbreyttir.

Bloomberg hafði samband við 6 sérfræðinga og meðal þeirra voru aðilar frá Calyon, HSH Nordbank og ING Financial Markets auk greiningardeilda íslensku bankanna. Var það samhljóða álit að Seðlabankinn komi til með að halda stýrivöxtunum óbreyttum á fundinum á fimmtudaginn.

Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir fram á mitt ár en þá hefjist vaxtalækkunarferli sem standi fram á næsta ár

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK