Litlar breytingar á gengi krónu

mbl.is/Júlíus

Gengi krónu hefur lítið breyst það sem af er degi en fyrr í morgun greindi bankastjórn Seðlabankans frá því að stýrivextir bankans verði óbreyttir. Öllu meiri óvissa ríkir um þau skilaboð sem Seðlabankinn sendir í Peningamálum. Þau birtast á vef bankans kl.11 og á sama tíma hefst blaðamannafundur þar sem ákvörðun bankans er rökstudd og helstu niðurstöður Peningamála kynntar, að því er segir í Morgunkorni Glitnis. Greining Glitnis telur að tónn bankans verði áfram allharður og að sá stýrivaxtaferill sem bankinn spáir nú verði keimlíkur þeim sem birtist í mars. Samkvæmt þeim ferli hefur Seðlabankinn vaxtalækkunarferli í nóvemberbyrjun og verða nafnvextir bankans komnir niður í tæp 10% í lok næsta árs.

„Ýmsir þættir vinna með verðbólgumarkmiði Seðlabankans þessa dagana, og má þar meðal annars nefna stöðnun í landsframleiðslu á 1. fjórðungi ársins og fyrirsjáanlegan niðurskurð aflaheimilda, sem kæla mun hagkerfið nokkuð. Á móti koma þættir sem auka við verðbólguþrýsting, og er þar helst að nefna líflegan fasteignamarkað og merki um að einkaneysla hafi aukist að nýju á vordögum. Þessir þættir vegast á og mun niðurstaða Seðlabankans að okkar mati verða sú að breyta lítið fyrri spá um stýrivexti," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK