Segja norska olíusjóðinn hafa tekið þátt í áróðri gegn Íslandi

Eftirlaunasjóður Noregs ávaxtar hagnað af olíuvinnslu Norðmanna.
Eftirlaunasjóður Noregs ávaxtar hagnað af olíuvinnslu Norðmanna.

Rannsóknar- og greiningarfyrirtækið Institutional Risk Analyst (IRA) hefur eftir ónafngreindum íslenskum bankamönnum, að norski eftirlaunasjóðurinn, sem sér um að ávaxta hagnað Norðmanna af olíuvinnslu, hafi tekið þátt í því með alþjóðlegum vogunarsjóðum að stuðla að því að skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði verulega.

Fulltrúar IRA fóru til Íslands í síðustu viku til viðræðna við íslenska banka- og fjármálamenn um skuldatryggingarálagið. Fram kemur á viðskiptavefnum seekingalpha.com, að nokkrir íslenskir bankamenn hafi sagt IRA að hópur breskra og bandarískra vogunarsjóða ásamt norska eftirlaunasjóðnum, hafi reynt að hafa áhrif á skuldatryggingarálagið og auka þannig lántökukostnað íslensku bankanna þriggja í þeirri von, að þeir og hugsanlega einnig íslenska ríkið lendi í lausafjárerfiðleikum.

Haft er eftir íslensku bankamönnunum, að sjóðirnir hafi meira að segja ráðið almannatengslafyrirtæki til að reka áróður gegn Íslandi. Vitnað er í síendurteknar rangar fullyrðingar í fjölmiðlum um stöðu íslensku bankanna, tilraunir til að fá blaðamenn til að birta þessar röngu fullyrðingar og hótalir vogunarsjóðanna um lögsókn á hendur blaðamönnum og sérfræðingum, sem voga sér að gagnrýna þessa sjóði.

IRA sagði í skýrslu í síðustu viku, að líkurnar á gjaldþroti íslensku bankanna væru engar, að hluta til vegna þess að hinir vel fjármögnuðu íslensku lífeyrissjóðir og Seðlabankinn myndu aldrei „leyfa það.“ Því ættu eigendur vanskilaskiptasamninga að nýta „hið fáránlega háa álag á skuldatryggingum áður en það lækkar aftur,“ og selja. Á þann hátt sé besta leiðin til að kljást við vogunarsjóði sem herja á skuldatryggingaálagið, að fella þá á eigin bragði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK