Ólafur Ísleifsson: Það versta er yfirstaðið

Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu, en það versta er yfirstaðið. Þetta er skoðun Ólafs Ísleifssonar prófessors við Háskólann í Reykjavík, en hann hélt framsögu á hádegisfundi Norden i Fokus í Stokkhólmi í gær.

„Ef um hættuástand var að ræða, þá var það í mars síðastliðnum, þegar markaðurinn hafði enga trú á íslensku bönkunum.“

Stærsta vandamál bankanna, samkvæmt Ólafi Ísleifssyni, hefur verið að þeir hafa ekki haft sterkan Seðlabanka að leita til við erfiðar aðstæður. Það er greinilegur veikleiki í augum markaðarins. Í mars á þessu ári urðu lánakjör bankanna óásættanleg og lánamarkaðir lokuðust.

Íslenska ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa barist við þessi vandamál í allt vor og leitað til seðlabanka annars staðar á Norðurlöndunum. Um miðjan maí gerði Seðlabanki Íslands samning við seðlabankana í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sem felur í sér rétt til að fá 500 milljónir evra í skiptum fyrir íslenskar krónur ef hættuástand skapast.

„Þessi norræni skiptasamningur er mjög mikilvægur fyrir Ísland og breytir umhverfinu algerlega“, sagði Ólafur Ísleifsson.

Fleiri og fleiri velta því fyrir sér hvort Ísland hafi efni á að halda einum minnsta gjaldmiðli heims. Ein afleiðing hins óstöðuga efnahagslífs er að afstaða Íslands til ESB er nú rædd ákafar en nokkur sinni áður, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK