Spyrja um öryggi sparifjár

Hversu mikið er fjárhagslegt öryggi einstaklinga sem leggja sparifé sitt á reikninga hjá bankastofnunum? Þessi spurning hefur vaknað meðal breskra sparifjáreigenda á liðnum misserum. Umræðan hefur sprottið upp vegna veikrar stöðu nokkurra breskra banka og einnig vegna nýlegra áætlana stjórnvalda um aukna vernd til breskra innlánaeigenda.

Fjallað er um málið í breska blaðinu Times um helgina. Vangaveltur þessa efnis hafa einnig skotið upp kollinum um erlendar innlánsstofnanir í Bretlandi. Icesave reikningur Landsbankans er dæmi um slíkt, en um tvö hundruð þúsund sparifjáreigendur hafa lagt um 4,5 milljarða punda, hátt í 700 milljarða íslenskra króna, inn á slíka sparireikninga.

Ólíklegt að til kastanna komi

„Um þetta gilda afar skýrar Evrópureglur, en því miður hefur nokkurs misskilnings gætt um þetta,“ segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Í Evróputilskipun um innlánatryggingar er kveðið á um samræmda lágmarkstryggingu. Með því hvílir sú skylda á stjórnvöldum að ef svo beri undir sé jafnskilvirkt fyrir einstaklinga að fá bætur, hvert sem bankinn á rætur sínar að rekja á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

Í hverju ríki skal vera til samtryggingarsjóður, sem gjarnan er rekinn af viðkomandi seðlabanka.

Halldór segir að í umræðu af þessu tagi sé því oft haldið fram að of lítið fjármagn sé í þessum sjóðum. Hins vegar séu sjaldnast greiddar miklar fjárhæðir inn í sjóðina fyrirfram, heldur eru þeir fjármagnaðir með lántökum eftir á ef svo ólíklega vill til að á þarf að halda.

Halldór leggur áherslu á að vangavelturnar séu, eins og blaðamaður Times bendir á, af hugmyndafræðilegum toga. Í grein blaðsins kemur einnig fram að lánshæfismat Landsbankans sé hátt og ástæðulaust að ætla að eitthvað fari úrskeiðis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK