Mest verðbólga á Íslandi

mbl.is/Jim

Verðbólga í OECD ríkjunum mældist að meðaltali 4,5% í september. Af 30 aðildarríkjum OECD er verðbólgan mest á Íslandi í september, 14,1%. Næst mest er verðbólgan í Tyrklandi 11,1%. Verðbólgan er hins vegar minnst í Japan, 2,1% og 2,9% í Sviss.

Ef litið er á einstaka þætti þá hefur matarliður vísitölu neysluverðs hækkað um 20,5% á Íslandi á tólf mánuðum og er hækkunin mest á Íslandi meðal OECD ríkjanna. Á Nýja-Sjálandi er hækkunin 10,5% og í Finnlandi 10,2%. Matvæli hafa hækkað minnst í Ástralíu eða um 2,5%, 3,3% í Japan og 3,9% í Grikklandi. 

Orkuliður vísitölunnar, til að mynda eldsneytiskostnaður, hefur hækkað mest í Noregi á tólf mánaða tímabili, um 35,8%, 29,7% í Bretlandi og 28,8% í Tyrklandi. Á Íslandi er hækkunin 24,9%. Hækkunin er minnst í Slóvakíu, 5,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK