Nýtt ráðgjafarfyrirtæki

Bjarni Þórður Bjarnason er fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Bjarni Þórður Bjarnason er fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. BOB STRONG

Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbanka Íslands, hefur ásamt sex öðrum sett á fót fyrirtækið Arctica Finance. Framkvæmdastjóri félagsins, og einn stofnendanna, er Stefán Þór Bjarnason, sem starfaði einnig hjá Landsbankanum.

Aðrir stofnendur og starfsmenn hins nýja fyrirtækis eru Ólafur Finsen, Baldur Stefánsson, Aðalsteinn Jónsson, Jón Þór Sigurvinsson og Gunnar Jóhannesson.

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Þórði mun Arctic Finance byggja þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum ráðgjöf, svo sem við kaup og sölu fyrirtækja og eða rekstrareininga, fjármögnun, fjárhagslega endurskipulagningu og annað því tengt.

Ætlunin er að starfsemi Arctica Finance verði fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfsmanna fyrirtækisins teygir sig víða.

Starfsmenn Arctica Finance hafa komið að mörgum af stærstu viðskiptum sem átt hafa sér stað hér á landi á undanförnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK