Halli ríkissjóðs 470 milljarðar til ársins 2011

Halli ríkissjóðs til ársloka 2011 verður nærri 470 milljörðum miðað við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar af er gert ráð fyrir því að halli ríkissjóðs á næsta ári nemi um 200 milljörðum króna. Fram hefur komið að fjármagna eigi hallareksturinn með útgáfu skuldabréfa innanlands og sé ætlunin sú að bréfin verði verðtryggð og til fimm ára.

Sé gert ráð fyrir því að bréfin beri 5% vexti, sem er varlega áætlað, mun vaxtakostnaður því vera um 280 milljarðar króna og heildarkostnaður vegna hallarekstursins því um 750 milljarðar.

Eins og áður hefur komið fram kostar endurfjármögnun viðskiptabankanna þriggja ríkið 385 milljarða króna og endurfjármögnun seðlabankans 150 milljarða til viðbótar. Þá hefur ríkið tekið á sig ábyrgðir vegna Icesave innstæðna í Hollandi og Bretlandi og munu ríkisstjórnir þeirra landa lána íslenska ríkinu fyrir þeim ábyrgðum. Óljóst er hins vegar hvað íslenska ríkið mun þurfa að greiða vegna þessa, en það ræðst af því hve mikið fæst úr þrotabúi Landsbankans. Hefur verið slegið á að endanlegur kostnaður gæti orðið á bilinu 50-250 milljarðar.

Allt að 2.750 milljarðar

Samtals nemur fjármögnunarþörf ríkisins á næstu árum vegna þessara þátta tæplega 1.700 milljörðum króna og verður þörfinni mætt með lántökum. Í kortinu hér fyrir ofan er reynt að slá tölu á vaxtakostnað vegna þessa, en hann fer jú eftir þeim kjörum sem ríkinu bjóðast þegar farið verður í útgáfu skuldabréfa. Er miðað við þá ávöxtunarkröfu sem nú er á ríkisskuldabréfum en hún er um 13% fyrir tíu ára bréf og um 17% fyrir fimm ára bréf.

 Í versta falli gæti heildarkostnaður orðið um 2.750 milljarðar króna. Er þá gert ráð fyrir að greiða þurfi 250 milljarða vegna Icesave og að skuldabréfaútgáfa vegna endurfjármögnunar bankanna og Seðlabankans verði til tíu ára með 13% ávöxtunarkröfu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK