Vaxtalækkun dregur úr útflæði gjaldeyris

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn

Lækki Seðlabankinn stýrivexti um eina prósentu lækka vaxtagreiðslur til útlanda um 2,3 til 2,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Upphæðin miðast við greiðslu ríkisins og banka til erlendra aðila ef vaxtagjaldagi væri sá sami á öllum ávöxtunarmöguleikum sem útlendingum stendur til boða.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í gær segir að lækkun krónunnar frá 19. mars megi rekja til tímabundinna þátta. Það eigi m.a. við vaxtagreiðslur af krónuskuldabréfum og innstæðum í eigu erlendra aðila. Slíkar greiðslur eru undanþegnar gjaldeyrishöftum.

Með öðrum orðum þýðir þetta að eftir því sem vextir lækka því lægri eru vaxtagreiðslurnar sem renna til útlendinga. Vaxtalækkun ætti því að stuðla að stöðugra gengi krónunnar.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa útlendingar geymt krónur sínar á nær vaxtalausum innstæðureikningum í erlendum bönkum. Nemur upphæðin um 100 milljörðum króna. Hins vegar hafa þessir aðilar í auknum mæli flutt peningana þangað sem hærri vextir fást undanfarið.

„Það er tiltölulega flókið að meta til dæmis hvaða vaxtastig er á þeim innstæðum sem hérna eru. Þær upplýsingar sem við höfum eru að talsvert af þeim vaxtagreiðslum sem hafa runnið til erlendra fjárfesta, svokallaðra jöklabréfa, séu í rauninni á mjög lágum vöxtum í erlendum bönkum, sem síðan aftur semja við innlenda banka um vexti sem eru væntanlega ekkert sérstaklega háir,“ sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri í gær. Þá var kynnt ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti um 1,5 prósentur.

Spurður hvort Seðlabankinn vissi hversu háar upphæðir væru næmar fyrir stýrivaxtabreytingum svaraði Arnór: „Það er erfitt að meta nákvæmlega hversu miklar þessar vaxtagreiðslur eru. Við vitum að þær voru miklar í mars. Við vitum að það eru horfur á því að þær verði mun minni næstu tvo mánuði. Þannig að við teljum að gjaldeyrismarkaðurinn ætti að ráða vel við þær greiðslur og þess vegna, eins og kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar, teljum við góðar líkur á því að krónan styrkist.“

Í hnotskurn
» Erlendir fjárfestar eru í auknum mæli meira meðvitaðir um þær leiðir sem þeim bjóðast til að ávaxta krónurnar sínar.
» Fjárfestarnir kaupa m.a. verðbréf þar sem stutt er í vaxtagjalddaga svo þeir geti skipt krónum í gjaldeyri.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK