Metvanskil í Evrópu í fyrra

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's segir, að 17 stór evrópsk fyrirtæki hafi á síðasta ári ekki getað staðið við skuldbindingar um að greiða 44 milljarða evra af skuldabréfum eða lánum. Meðal þessara fyrirtækja eru íslensku bankarnir þrír sem bera ábyrgð á stórum hluta þessara vanskila.

Er þetta næsthæsta vanskilaupphæð sem um getur á einu ári en aðeins árið 2002 voru vanskil stórfyrirtækja meiri. Til samanburðar gátu 5 fyrirtæki ekki greitt samtals 672 milljónir evra árið 2007. 

Alls lentu 10 evrópskir bankar í vanskilum, samtals að upphæð 38 milljarða evra. Íslensku bankarnir þrír, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn báru ábyrgð á um það bil 90% af þeirri upphæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK