Ítrekað sagt að Icesave yrði borgað

Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde. Vitnað er í …
Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde. Vitnað er í bréf sem ráðuneyti Björgvins sendi og yfirlýsingar Geirs í greinargerðinni. Brynjar Gauti

Í greinargerð með frumvarpi til laga um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna kemur fram að íslenska viðskiptaráðuneytið hafi sent bréf til breska fjármálaráðuneytisins þann 20 ágúst 2008 og 5. október þar sem ítrekað var að íslensk stjórnvöld myndu standa við skuldbindingar gagnvart þarlendum innstæðueigendum. Björgvin G. Sigurðsson var þá viðskiptaráðherra.

Í kafla í greinargerðinni sem heitir Viðbrögð íslenskra stjórnvaldaer innihald þessa bréfa rakið auk þess sem sagt er frá samskiptum Árna Mathiesen við breska kollega sína. Þá eru yfirlýsingar Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra raktar og sagt að „ekki verði hjá því komist" að minnast á Kastljósviðtal við Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóra, þann 8. október.

Bankastjórar Landsbankans vísuðu í bréf viðskiptaráðuneytis

Í bréfinu sem sent var 20 ágúst segir orðrétt í íslenskri þýðingu að „Ef svo ólíklega færi, að okkar mati, að stjórn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta tækist ekki að afla nægilegs fjár á fjármálamörkuðum viljum við fullvissa yður um að íslenska ríkisstjórnin mun gera allt sem ábyrgar ríkisstjórnir myndu gera í slíkri stöðu, þar á meðal að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár til að hann geti uppfyllt kröfur um lágmarkstryggingu." Í bréfi sem Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrum bankastjórar Landsbankans, sendu hollenska seðlabankanum þann 23. september, þar sem þeir segjast hafa vissu fyrir því að íslenska ríkið ábyrgist innstæðutryggingar, vísa þeir til þessa bréfs.

Afstaða íslenskra stjórnvalda var svo ítrekuð í bréfi til breska fjármálaráðuneytisins 5. október 2008. Þar segir í íslenskri þýðingu að „Ef þörf krefur mun íslenska ríkisstjórnin styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nauðsynlegs fjár til að sjóðurinn geti uppfyllt kröfur um lágmarkstryggingu, ef svo færi að Landsbankinn og útibú hans í Bretlandi gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar."

Frægt símtal Árna, yfirlýsingar forsætisráðherra og viðtal við Davíð

Tveimur dögum síðar sagði Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, í frægu samtali við Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, að sá skilningur og settur var fram í bréfi viðskiptaráðuneytisins tveimur dögum áður. Árni sagði þar orðrétt í íslenskri þýðingu að „Við höfum komið á fót [innstæðu]tryggingarsjóði í samræmi við tilskipunina og í þessu bréfi [frá íslenska viðskiptaráðuneytinu til breska fjármálaráðuneytisins] er fyrirkomulagið og fyrirheit ríkisstjórnarinnar [Íslands] um stuðning við sjóðinn skýrt."

Í greinargerðinni er einnig rifjuð upp yfirlýsing Geirs H. Haarde frá 8. október 2008 þar sem hann sagði að „Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár."

Að lokum er sagt frá því að „Ekki verður hjá því komist að minnast hér á Kastljósviðtal við þáverandi Seðlabankastjóra að kvöldi 7. október 2008. Í viðtalinu tók hann sterkt til orða um að Ísland myndi ekki borga skuldir óreiðumanna. Þessi ummæli ýttu undir áhyggjur erlendis um að Ísland hygðist ekki standa við skuldbindingar sínar á erlendri grundu."

Í niðurlagi kaflans segir síðan orðrétt að „Hafa verður í huga þegar yfirlýsingar ráðamanna á þessum tíma eru metnar að þær voru gefnar áður en fyrir lá að allir stóru íslensku bankarnir lentu í greiðsluerfiðleikum. Þegar bankarnir féllu allir nokkurn veginn samtímis vöknuðu því spurningar um hvort og þá hvernig evrópskum tryggingakerfum innstæðna væri ætlað að taka á slíkri aðstöðu."

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK