Óttast að evran hrynji

Þýsk fréttastofa segir, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óttist að gjaldmiðilssamstarfið á evrusvæðinu kunni að hrynja saman vegna þess hve samkeppnisstaða ríkjanna 16, sem nota evru sem gjaldmiðil, er mismunandi.

Þetta er talið geta grafið undan trausti á evrunni, að sögn þýsku fréttastofunnar  DPA. Sagt er frá málinu á vef danska blaðsins Jyllands-Posten, í dag.

Fréttastofan segir, að Olli Rehn, sem nú fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafi einkum áhyggjur af stöðu þeirra landa, sem eru með miklar opinberar skuldir. 

Þetta eru einkum Írland, Grikkland og Spánn sem berjast nú við auknar vaxtagreiðslur og fjárlagahalla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK