Hagnaður VW fjórfaldaðist

Hagnaður þýska bílaframleiðandans Volkswagen nam 1,25 milljörðum evra,  197 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Var það mun betri afkoma en sérfræðingar höfðu spáð. Borið saman við sama tímabil í fyrra er hagnaðurinn fjórfaldur. 

Sölutekjur jukust um 21,9% og námu 33,16 milljörðum evra. Rekstarhagnaður var nærri 2 milljónir evra. Alls seldi fyrirtækið 6,3 milljónir bíla á síðustu 12 mánuðum en VW stefnir að því að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK