Neytendur ekki bjartsýnni í sextán ár í Finnlandi

Höfuðstöðvar Nokia stærsta fyrirtækis Finnlands
Höfuðstöðvar Nokia stærsta fyrirtækis Finnlands Reuters

Bjartsýni finnskra neytenda hefur ekki verið jafn mikil í sextán ár, samkvæmt nýrri könnun sem Hagstofa Finnlands hefur birt. Mældist vísitalan 23 stig í september en var 21,9 stig í ágúst og 11,7 stig í september í fyrra. Hefur trú almennings á efnahag landsins ekki verið meiri síðan árið 1994.

56% þeirra sem tóku þátt töldu að efnahagur Finnlands myndi batna enn frekar á næstu tólf mánuðum á meðan einungis 8% töldu hann eiga eftir að versna.

Hins vegar er staðan ekki jafn góð þegar kemur að vísitölu framleiðslu en trú almennings á hag framleiðslufyrirtækja er minni en í meðalári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK