Hagnaður Yahoo dróst saman

Marissa Mayer, forstjóri Yahoo.
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo. AFP

Afkoma bandaríska netrisans Yahoo var betri en greinendur höfðu búist við en félagið skilaði hagnaði upp á 312 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 35 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins.

Hagnaðurinn dróst hins vegar saman um tuttugu prósent frá því á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, en það kom ekki að sök því hlutabréf félagsins snarhækkuðu í verði þegar markaðir opnuðu. Greinendur á fjármálamarkaði höfðu reiknað með mun lægri hagnaði.

Marissa Mayer, forstjóri Yahoo, sagði að afkoman væri til marks um góðan vöxt í kjarnahluta félagsins en hún býst fastlega við því að tekjurnar muni stóraukast á næstu misserum, að því er segir í frétt Wall Street Journal.

Fjárfestar voru ánægðir með uppgjörið en hlutabréf Yahoo hækkuðu um átta prósent í verði þegar markaðir opnuðu.

Yahoo er stór hluthafi í kínverska netrisanum Alibaba sem stefnir á hlutabréfamarkað innan skamms. Alibaba var stofnað árið 1999 og er nú eitt stærsta netverslunarfélag heims. Í dag starfa yfir tuttugu þúsund manns hjá versluninni en upphaflega voru starfsmennirnir einungis átján talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK