Amazon borgar fólki fyrir að segja upp

Vinnulúnu starfsfólki Amazon býðst bónus fyrir að segja upp starfi.
Vinnulúnu starfsfólki Amazon býðst bónus fyrir að segja upp starfi. mbl.is/afp

Netverslunin Amazon fer nú heldur óvenjulegar og áður ótroðnar slóðir í starfsmannamálum.

Býður fyrirtækið starfsfólki væna greiðslu fyrir að segja upp starfi og hækkar upphæðin í beinu hlutfalli við lengd starfstíma hvers og eins.

Þetta er liður í tilraunum Amazon til að auka afköst og skilvirkni í vöru- og afgreiðslumiðstöðvum sínum.

Þeir sem unnið hafa hjá fyrirtækinu í innan við eitt ár fá sem svarar 2.000 dollurum fyrir að ganga á dyr. Hækkar uppsagnarbónusinn síðan um 1.000 dollara fyrir hvert ár sem maður hefur verið í vinnu hjá Amazon. Þak er þó sett á upphæðina og getur hún ekki orðið hærri en 5.000 dollarar.

Hér er ekki um aðhaldsaðgerðir að ræða eða óhjákvæmilega fækkun starfsfólks af rekstrarlegum ástæðum. Heldur er með þessu verið að reyna að losa um störf sem nýtt blóð verður ráðið í þegar vinnulúnir starfsmenn hafa bitið á agnið og sagt upp.

„Tilgangurinn er að hvetja fólk til að velta því aðeins fyrir sér hvað það vill í raun og veru. Til lengri tíma er það hvorki starfsmanni né fyrirtæki til góðs ef menn hanga í vinnu sem þeir vildu helst ekki vera í,“ segir aðalforstjóri Amazon, Jeff Bezos.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK