Vilja selja fjármálaupplýsingar

Breska þingið.
Breska þingið.

Í Bretlandi er nú unnið að frumvarpi sem á að heimila skattstjóraembættinu að selja fjármálaupplýsingar til einkafyrirtækja á dulkóðuðu formi. Á því ekki að vera hægt að rekja upplýsingarnar til einstaklinga. 

Frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu nokkurra þingmanna Íhaldsflokksins sem telja hugmyndina hættulega og segja hana jaðra við geðveiki. 

Ross Anderson, prófessor í öryggisverkfræði við Cambridge-háskólann í Bretlandi segir að upplýsingarnar geti gagnast einkafyrirtækjum á margvíslegan hátt. Til dæmis geti tryggingafyrirtækin notað slíkar upplýsingar til þess að sníða iðgjöld að ákveðnum þjóðfélagshópum. 

Gagnrýnendur frumvarpsins hafa miklar áhyggjur af dulkóðuninni og telja það ómögulegt að koma alveg í veg fyrir að upplýsingar um einstaklinga geti lekið út. Til dæmis fengu þriðju aðilar aðgang að dulkóðuðum upplýsingum úr breska heilbrigðiskerfinu fyrir stuttu og í ljós kom að dulkóðunin var ekki sem skyldi. Þá hafa áður lekið út ítarlegar persónuupplýsingar frá skattstjóraembættinu og ljóst að traust manna á dulkóðun upplýsinga er ekki mikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK