Nýtt kortahneyksli í uppsiglingu

Goodwill verslun í Michigan.
Goodwill verslun í Michigan. Mynd/Wikipedia

Bandaríska alríkislögreglan og sérstakur hópur sem rannsakar efnahagsbrot skoða nú möguleikann á því að tölvuþrjótar hafi komist yfir mikinn fjölda kreditkortanúmera með innbroti í kerfi bandaríska fyrirtækisins Goodwill Industries. Stuldurinn hefur ekki enn verið staðfestur, en ef grunurinn reynist réttur er það sjöunda stóra innbrotið á stuttum tíma í Bandaríkjunum. Talið er að sami hópurinn standi á bak við öll brotin.

Goodwill rekur tæplega 3.000 verslanir í Bandaríkjunum sem taka við og selja notuð föt og húsgögn, en allur ágóði rennur í samfélagsverkefni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að ekkert hafi enn verið staðfest um innbrotið, en kreditkortafyrirtæki náðu nýlega að rekja mikinn fjölda vákorta til þess að viðskiptavinir höfðu verslað við Goodwill.

Nokkur svipuð dæmi hafa komið upp að undanförnu í Bandaríkjunum, en það þekktasta er væntanlega tengt Target-verslunarkeðjunni þar sem milljónum kortanúmera var stolið. Meðal annarra þekktra verslana sem hafa orðið fyrir árásum eru P.F. Chang's, Neiman Marcus og Michaels and Sally Beauty Supply, auk þess sem greint hefur verið frá því að fleiri reynt hafi verið að ráðast á fleiri verslunarkeðjur.

Í frétt New York Times er sagt frá því að talið sé að sami hópur netglæpamanna frá Austur-Evrópu standi á bak við árásirnar, en þær hafa allar verið gerðar með mismunandi aðferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK