Þorp í Wyoming til sölu

Verslunin í Aladdin er í fullum rekstri.
Verslunin í Aladdin er í fullum rekstri. Ljósmynd/Ferðamálaráð Wyoming

Stundum er erfitt að velja gjöf handa einhverjum sem á allt. Hvað með að gefa viðkomandi lítið þorp?

Eitt slíkt er nú til sölu í Wyoming í Bandaríkjunum. Þorpið heitir Aladdin. Það samanstendur af fimmtán byggingum, m.a. 118 ára gamalli verslun sem enn er í rekstri. Allt þetta er hægt að fá fyrir 1,5 milljón dala, um 173 milljónir króna.

Í frétt Gillette News-Record segir að hjónin Rick og Judy Brengle hafi keypt þennan smábæ fyrir 28 árum en vilji nú selja hann. „Við keyptum þennan stað því að börnin voru flogin úr hreiðrinu,“ segir Judy. „Öll börnin okkar voru farin í háskóla svo að maðurinn minn keypti handa mér smábæ.“

Fimmtán manns búa í þorpinu. Þar er ekki sérstök sveitarstjórn, þar sem þorpið er of fámennt til þess.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þorp er til sölu í Wyoming. Í fyrra seldist smábærinn Buford fyrir 900.000 dali. Aðeins einn maður bjó þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK