Hótelið stækkar um 44 herbergi

Tölvumynd af útliti hótelsins eftir stækkun.
Tölvumynd af útliti hótelsins eftir stækkun. Fosshótel

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun á Fosshótel Húsavík en áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016. Miklar breytingar standa til samkvæmt fréttatilkynningu, en hótelið stækkar um 44 herbergi og verður 114 herbergja hótel eftir stækkun. Jafnframt verði þrír nýir fundarsalir í kjallara hótelsins ásamt veitingaaðstöðu.

„Þá munu móttaka og veitingasalir taka miklum breytingum auk þess sem eldri herbergi verða endurbætt. Fosshótel hafa rekið hótel á Húsavík um ára bil og hafa miklar endurbætur verið gerðar á húsnæðinu síðustu misseri. Hótelið verður allt hið glæsilegasta, en mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu á Húsavík og nágrenni á undanförnum árum og því tímabært að fara af stað með þessa framkvæmd,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK