Boeing fær málmblendi frá Alcoa

American Airlines Boeing 737
American Airlines Boeing 737 AFP

Alcoa hefur undirritað langtímasamning við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um framleiðslu á margvíslegum íhlutum og álplötum í flugvélar Boeing og er samningurinn metinn á um einn milljarð Bandaríkjadala.

Samningurinn er sá stærsti sem fyrirtækin hafa gert til þessa og felur hann einnig í sér umtalsvert samstarf um þróun á nýju, háþróuðu og léttara málmblendi í flugvélar Boeing.
 
Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, segir að samningurinn feli í sér söguleg tímamót: „Samstarf Alcoa og Boeing er nú tryggt næstu 35 árin og við munum halda áfram samstarfi um þróun á nýju og framúrskarandi tæknilausnum fyrir flugvélaiðnaðinn,“ sagði Kleinfeld þegar samningurinn var tilkynntur, og bætti við að hann væri afar stoltur af þeim árangri sem samstarf fyrirtækjanna tveggja hefði áorkað undanfarna áratugi.
 
Margvísleg virðisaukandi framleiðsla Alcoa fyrir flugvélaiðnaðinn, svo sem á mismunandi íhlutum og plötum er í fararbroddi á heimsvísu og skilaði Alcoa um fjórum milljörðum dala í tekjur á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK