Samkeppni frá nýjum miðasöluvef

Sindri Már Finnbogason
Sindri Már Finnbogason

Þann 1. október verður opnaður nýr miðasöluvefur sem nefnist Tix og er ætlað að ann­ast sölu miða fyr­ir ýmsa viðburði á Íslandi.

Fram­kvæmda­stjóri Tix og aðal­eig­andi er Sindri Már Finn­boga­son, einn stofn­enda miðasölu­vefs­ins Miði.is. Á undanförnum árum hefur hann starfað fyr­ir Bill­etlu­gen, stærsta miðasölu­fyr­ir­tækis Dan­merk­ur en auk þess hefur hann sett upp miðasölu­kerfi fyr­ir viðskipta­vini um gerv­alla Skandi­nav­íu, svo sem Hró­arskeldu­hátíðina, tón­list­ar­húsið í Árós­um, Tív­olí, Dan­marks Radio, Stavan­ger tón­list­ar­hús í Nor­egi, Norsku Óper­una, Gauta­borgaróper­una og fleiri.

Reynir að koma í veg fyrir hrun

Töluverð óánægja myndaðist í dag þegar miðasölu­kerfi midi.is hrundi skömmu eft­ir að miðasala hófst á lands­leik Íslands og Hol­lands. Miðasal­an hófst klukk­an tólf að hádegi en mín­útu síðar lá vef­ur­inn niðri.

Aðspurður hvort Tix komi til með að höndla álagið betur segist hann engu geta lofað en þó sé hægt sé að beita ýmsum aðferðum til þess að koma í veg fyrir það og reynsla af stórviðburðum erlendis muni koma að góðum notum. „Við vorum til dæmis að selja um 35 þúsund miða á stórtónleika í Kaupmannahöfn og 120 þúsund manns voru á vefsíðunni okkar. Á fyrstu klukkustundinni þurftum við einnig að selja um 15 þúsund miða í sextíu verslunum víðs vegar um Danmörku,“ segir hann. Til þess að takmarka álagið á meðan miðasalan fór fram í verslunum voru þessir 120 þúsund fluttir í „biðröð“ á vefsvæði Amazon. „Þannig var hægt að létta álaginu um tíma og hleypa þeim síðan aftur inn á síðuna okkar af fullum krafti,“ segir hann en bætir við að alltaf verði þó einhverjir hundfúlir þegar framboðið sé minna eftirspurnin.

Þá segir hann hugbúnaðinn einnig þurfa vera þannig að hann geti höndlað álagið en kerfi Tix verður hýst á Íslandi en dreift á fjölda vefþjóna og gagnagrunna til að geta staðist það álag sem myndast við stórar miðasölur.

Fer rólega af stað

Hann segist ekki vera kominn með samninga við tónleikahaldara eða aðra heldur sé ætlunin að byrja hægt og feta sig áfram. „Þetta er bara samkeppni og ég þarf að koma mér í loftið og sanna að ég geti selt miða áður en fólk fer að koma yfir til mín.“

Aðspurður hvort pláss sé fyrir tvö miðasölukerfi á íslenskum markaði segir hann tímann þurfa að leiða það í ljós þó markaðurinn sé vissulega ekki jafn stór og annars staðar.

Miðasölur þurfa höndla mikið álag á tímum.
Miðasölur þurfa höndla mikið álag á tímum. Ljósmynd/kr.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK