Heildartekjur hins opinbera jukust um 8,0%

mbl.is/Rósa Braga

Tekjuafkoma hins opinbera reyndist neikvæð um 1,8 milljarða króna á 2. ársfjórðungi 2014, en það er mun hagstæðari niðurstaða en á sama tíma 2013 þegar hún var neikvæð um 11 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 0,4% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 0,9% af tekjum hins opinbera. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Heildartekjur hins opinbera jukust um 8,0% milli 2. ársfjórðungs 2013 og 2014. Tekjuaukningin skýrist fyrst og fremst af auknum skatttekjum sem jukust um 6,8% frá sama ársfjórðungi 2013.

Heildarútgjöld hins opinbera jukust um 3,1% milli 2. ársfjórðungs 2013 og 2014. Sú útgjaldaaukning skýrist aðallega af aukinni fjárfestingu og meiri launakostnaði. Magnbreyting samneyslu hins opinbera á 2. ársfjórðungi 2014 mældist 1,3% en var 1,0% fyrir sama ársfjórðung 2013.

Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2014

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK