Neikvæðari horfur í Danmörku

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanki Danmerkur hefur dregið úr hagvaxtarspá sinni fyrir árið 2014 um nær helming og eru horfurnar því neikvæðari en gert var ráð fyrir. Er nú spáð 0,8 prósent hagvexti í stað 1,5 prósent líkt og fyrri spá bankans frá því í júní sagði til um.

Þetta kom fram á ársfjórðungslegri endurskoðun bankans í dag og Børse segir frá.

Í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram fyrir þremur vikum er gert ráð fyrir 1,4 prósent hagvexti og þar með meiri en spá Seðlabankans gerir nú ráð fyrir. Efnahags- og innanríkisráðherrann, Morten Østergaard, viðurkenndi þó að spáin væri líklega of bjartsýn.

Þá dró Seðlabankinn einnig úr hagvaxtarspánni fyrir næsta ár og lækkaði hana úr 1,8 prósent niður í 1,7 prósent. Spáin fyrir árið 2016 er þó óbreytt frá júní, og stendur í 2 prósentum.

Lars Rohde, seðlabankastjóri, varaði einnig við oftúlkun slakrar spár frá öðrum ársfjórðungi þegar hagvöxtur dróst saman í landinu. Hann sagði bankann gera ráð fyrir áframhaldandi rólegum bata sem verið hefur stígandi frá árinu 2013. Þá sagði hann hagkerfið líta betur út þegar horft væri til vinnumarkaðarins og þess að danskar fjölskyldur ættu nóg af peningum inni á bankabókum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK