Var fyrir þá sem gátu ekki beðið

„Salan hefur gengið ágætlega. Þetta er ekki mikið magn sem við erum með og í raun hugsað sem forsala fyrir þá sem hreinlega geta ekki beðið,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, um söluna á iPhone 6, nýjustu gerð snjallsíma frá Apple.

Guðmundur segir það þekkt, bæði hér á landi sem og annars staðar, að þegar Apple kynnir nýjungar þá fer allt á hliðina. „Þessi forsala snerist því um að veita þeim þjónustu sem brunnu í skinninu. Og það eru ennþá nokkrir símar til.“

Apple kynnir nú tvær tegundir nýrra síma, iPhone 6 og iPhone 6 Plus. Nova tók þá ákvörðun að taka aðeins í forsölu iPhone 6 og gerði þeim sem vildu kaupa grein fyrir því að verð á símanum kemur til með að lækka þegar hann fer í almenna sölu. „Við höfum verið alveg hreinskilnir með það. iPhone 6 kostar nú 159.990 kr en verður væntanlega í kringum 119.990 kr. þegar hann kemur formlega til landsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK