Sandler til samstarfs við Netflix

Höfuðstöðvar Netflix.
Höfuðstöðvar Netflix. AFP

Netflix hefur ráðið gamanleikarann Adam Sandler til að framleiða fjórar kvikmyndir. Fyrirtækið er með þessu að sækja inn á kvikmyndamarkaðinn.

Fyrirtæki Sandlers, Happy Madison Productions, mun vinna ásamt Netflix við framleiðslu kvikmyndanna og verða þær frumsýndar í um 50 löndum á markaðssvæði Netflix.

Sandler er m.a. þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Wedding Singer, Big Daddy,  og  Anger Managemen. Hann segist fagna samstarfinu.

Hann segist hafa samþykkt tilboðið þegar í stað.

Netflix hyggst hefja stórsókn á kvikmyndamarkaði. Fyrsta verkefnið  er framhald hinnar vinsælu kvikmyndar Crouching Tiger, Hidden Dragon. Sú mynd verður frumsýnd samtímis á Netflix og í nokkrum kvikmyndahúsum á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK