112 samningar á 3,9 milljarða

112 kaupsamningum var þinlýst frá 10. til 16. október.
112 kaupsamningum var þinlýst frá 10. til 16. október. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 10. október til og með 16. október 2014 var 112. Þar af voru 79 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 3.974 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,5 milljónir króna. Er þetta svipað meðaltali síðustu 12 vikna sem er 121 kaupsamningur á viku.

Á sama tíma var 14 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 209 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15 milljónir króna.

Tíu kaupsamningum var þinglýst á Akureyri á tímabilinu en þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 231 milljón króna og meðalupphæð á samning 23,1 milljón króna.

Einum kaupsamningi var þá þinglýst á Árborgarsvæðinu en sá samningur var um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 7 milljónir króna og meðalupphæð á samning 7,3 milljónir króna. Er þetta töluvert undir meðaltali síðustu 12 vikna sem stendur í 8 samningum á viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK