Hagvöxtur ekki hægari í fimm ár

Frá Sjanghæ í Kína.
Frá Sjanghæ í Kína. AFP

Hagvöxtur í Kína hefur ekki verið hægari í fimm ár eða frá því að efnahagskreppan reið yfir árið 2009. Talið er að stjórnvöld muni grípa til einhverra ráða til að örva markaðinn. Nýlega var greint frá því að fólki yrði ef til vill gert auðveldara að fjárfesta í húsnæði með því að slaka á settum skilyrðum og að fjármunum  yrði mögulega veitt til stærstu bankanna.

Hagvöxtur mældist 7,3 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra en var þó meiri en sá 7,2 prósent vöxtur sem spár gerðu ráð fyrir.  Vöxturinn var hins vegar 7,5 prósent á öðrum ársfjórðungi og 0,2 prósentum hærri. 

Aukinn þrýstingur er nú á stjórnvöldum um að grípa fljótlega til aðgerða eigi að ná markmiði Seðlabankans um 7,5 prósent hagvöxt á árinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK