Hagnaður McDonald's hríðfellur

McDonald's hefur séð betri tíma.
McDonald's hefur séð betri tíma. AFP

Hagnaður skyndibitakeðjunnar McDonald's hríðféll á síðasta ársfjórðungi eða um þriðjung og varar fyrirtækið við því að útlitið gæti orðið enn svartara í október.

Tekjur McDonald's féllu um þrjátíú prósent á þriðja ársfjórðungi og námu um 1,07 milljarði Bandaríkjadala. Virðist sem mexíkanski samkeppnisaðilinn Chipotle sé farinn að hrifa til sín stóran bita af markaðshlutdeild McDonald's. Forstjóri fyrirtækisins sagði í yfirlýsingu í dag að unnið væri að því að bæta stöðu þess á heimsvísu.

McDonald's hefur undanfarið unnið að bættri ímynd og hleypti meðal annars af stokkunum nýrri herferð á dögunum er kallast „Okkar matur, ykkar spurningar“. Þar gátu viðskiptavinir beint spurninga til forsvarsmanna og fengið svör. Á meðal spurninga mátti sjá: „Er bleikt slím í kjúklinganöggunum?“, „Af hverju rotnar maturinn ykkar ekki?“ og „Eru ormar í kjötinu ykkar?“. Virðast markaðsrannsóknir nú benda til þess að herferðin hafi ekki skilað góðum árangri og eru yngri markhópar í frekari mæli farnir að sækja í aðra valkosti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK