Nova-fólk notar farsímann meira

Nova.
Nova.

Í nýrri tölfræðiskýrslu frá Póst- og fjarskiptastofnun yfir íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi þessa árs kemur fram að þann 1. júlí 2014 voru 411.803 símkort í notkun á Íslandi. Nova er annað stærsta farsímafyrirtæki landsins með 32,4% markaðshlutdeild en á sama tíma er hlutdeild Símans 37,1%, Vodafone 26,3% og Tals 3,5%.

Viðskiptavinum Nova hefur fjölgað mest allra símafyrirtækja það sem af er árinu 2014 en á þessu ári hefur viðskiptavinum Nova fjölgað um 7.273, rúmlega 1.000 á mánuði.

Viðskiptavinir Nova nota farsímann sinn að meðaltali mun meira en viðskiptavinir annarra símafyrirtækja og er þá sama hvort horft er til fjölda mínútna sem hringt er, fjölda SMS og MMS skilaboða og í notkun netsins. 

Viðskiptavinir Nova notuðu 60,2% alls gagnamagns í farsímum á Íslandi á fyrri hluta þessa árs og er netumferðin á 3G/4G kerfi Nova margfalt meiri en hjá samkeppnisaðilum. 

Ef markaðurinn er skoðaður út frá símkortum sem fara í annað en farsíma t.d. 3G/4G punga, iPad og box þá er markaðshlutdeild Nova 30,1% í fjölda viðskiptavina en 81,2% í gagnamagni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK