Rafmagn vegna flutningstapa hækkar

Gjaldskrárhækkun á flutningstöpum verður hjá Landsneti á næsta ári.
Gjaldskrárhækkun á flutningstöpum verður hjá Landsneti á næsta ári. Morgunblaðið/ÞÖK

Gjaldskrárhækkun á flutningstöpum verður hjá Landsneti á næsta ári í kjölfar 38% hækkunar milli ára á rafmagni sem fyrirtækið kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu. Aðeins tvö orkufyrirtæki tóku þátt í útboði Landsnets vegna flutningstapa 2015 og ekki fengust tilboð í allt það orkumagn sem boðið var út.

Segir frá þessu á heimasíðu Landsnets.

„Flutningstöp er sú raforka sem tapast í flutningskerfinu vegna viðnáms í flutningslínum og spennum og hefur Landsnet tryggt sér kaup á rafmagni til að mæta þessu tapi til eins árs í senn. Óskað var eftir tilboðum í 374.000 MWh (374 GWh) vegna flutningstapa árið 2015. Það er álíka mikið magn og boðið var út á yfirstandandi ári en tilboð bárust einungis frá tveimur af sex orkufyrirtækjum sem boðin var þátttaka.

Tilboð bárust ekki heldur í allt magnið en á grundvelli útboðsins getur Landsent gert samninga um kaup á 86% af því magni sem boðið var út. Liggja nú fyrir tillögur um kaup á einstökum einingum á grundvelli lægst verðs. Leitað verður samninga um það magn sem upp á vantar.

Niðurstaða útboðsins leiðir til hækkunar á bæði meðalverði grunntapa og meðalverði viðbótartapa. Hækkunin er mest vegna viðbótartapa, eða 69% samanborið við niðurstöðu útboðs síðasta árs (fara úr 3.550 kr/MWh í 6.012 kr/MWh), en grunntöp hækka um 14% (fara úr 2.953 kr/MWh í 3.378 kr/MWh). Meðaltalshækkunin á milli ára á innkaupsverði raforku vegna flutningstapa er því 38% (fer úr 3.047 kr/MWh í 4.203 kr/MWh).“

Nánar má lesa um þetta á heimasíðu Landsnets.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK