Svissneskir ferðamenn kaupa fyrir háar upphæðir

Ferðamenn mynda Hallgrímskirkju.
Ferðamenn mynda Hallgrímskirkju. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 7,1 milljarðar króna í október sem er 1,5 milljarða króna aukning frá sama mánuði í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur erlend greiðslukortavelta aukist um 28%. Þetta kemur fram í greiningu Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Hæstu upphæðum í október vörðu erlendir ferðamenn á hótelum og gistihúsum, 1,4 milljarði króna sem er 35,5% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Ferðamenn vörðu álíka upphæð í ýmsa ferðaþjónustu en sá liður hefur aukist mest frá október í fyrra eða um 75%. Undir þann lið falla meðal annars skoðunarferðir, hvalaskoðun og aðrar skipulagðar ferðir.

Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 107 þúsund krónur í október sem er 2% hærri upphæð en í október í fyrra. Leiðrétt fyrir verðhækkunum síðustu 12 mánaða var var raunveltan álíka há og í fyrra.

Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum.

Kortavelta útlendinga sem kaupa farmiða eða pakkaferðir til Íslands frá heimalandi sínu eru ekki meðtaldar nema kortaveltan fari í gegnum íslenska færsluhirða. Þannig eru erlendar greiðslur vegna flugferða hingað til lands og greiðslur til erlendra ferðaskrifstofa eða annarra milliliða ekki meðtaldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK