Hvar býr auðugasta fólk heims?

Hafa allir milljónamæringar efni á því að leika sér í …
Hafa allir milljónamæringar efni á því að leika sér í öldunum daginn út og inn? AFP

1% mannkyns, um 47 milljónir manna, mun fljótlega eiga um helming alls auðs í heiminum, líkt og fram kom í rannsókn Oxfam og mbl.is hefur greint frá. En hvar býr þetta fólk sem virðist baða sig í peningum - á einkaeyjum? Og hvaða fólk er þetta?

Í frétt BBC um málið segir að menn á borð við Bill Gates, Warren Buffett og Mark Zuckerberg tilheyri þessu 1% mannkyns. Þá sé þar einnig að finna fólk sem kannski líti ekki á sig sem vellauðugt, en hafi borgað sínar skuldir, s.s. af húsnæði. Það flýgur ekki endilega um á einkaþotum eða heldur til á Kyrrahafseyjum.

E hvar býr þetta ríka fólk?

18 milljónir búa í Bandaríkjunum. Flestir ríkustu manna heims búa þar í landi.

3,5 milljónir búa í Frakklandi

2,9 milljónir í Bretlandi

2,8 milljónir í Þýskalandi.

Í tveimur löndum Asíu býr yfir milljón manna sem tilheyra 1%:

4 milljónir í Japan

1,6 milljónir í Kína.

Hlutfallslega búa flestir ríkustu manna heims í Sviss. Einn af hverjum tíu íbúum Sviss, um 800 þúsund af 8 milljónum, eiga eignir sem metnar eru á meira en 798 þúsund dollara, um 108 milljónir króna. Í þessum tölum, sem bankinn Gredit Suisse tók saman, er þó ekkert tillit tekið til hversu dýrt - nú eða ódýrt - er að búa í viðkomandi  löndum. Því getur verið mjög mikill munur á lífsstíl þess sem býr í Kína og þess sem býr í Bretlandi, þó að eignirnar séu jafn miklar í dollurum talið.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK