Upplýst um endanlegt eignarhald 365

Merki 365 er appelsínugult eftir sameiningu Tals og 365.
Merki 365 er appelsínugult eftir sameiningu Tals og 365. Eggert Jóhannesson

Upplýst hefur verið um endanlegt eignarhald 365 eftir að Fjölmiðlanefnd birti á heimasíðu sinni lista yfir eigendur á 18,6 prósent eignarhlut í fyrirtækinu. Eftir samruna 365 og fjarskiptafyrirtækisins Tals fer það síðarnefnda með 19,78 prósent hlut í hinu sameinaða fyrirtæki. Eigandi Tals er félagið IP fjarskipti ehf. og fer sjóðurinn Auður 1 með 94 prósent eignarhald í því félagi. 

Auður I er framtakssjóður í rekstri Virðingar, sem er rekstraraðili framtakssjóða, en eignarhald hans ekki opinbert, líkt og almennt er með framtakssjóði. Fjölmiðlanefnd kallaði eftir upplýsingum um eignarhald sjóðsins þann 18. desember sl. eftir umfjöllun Kjarnans um málið en samkvæmt fjölmiðlalögum á að vera hægt að rekja eignarhald fjölmiðla.

Eignarhald Auðar 1 er eftirfarandi.:

AC eignarhald hf., 10,6%. Hlutaskrá AC eignarhalds má nálgast hér.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, 9,4%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, 6,3%
Stapi, lífeyrissjóður, 6,3%
Berlind Björk Jónsdóttir, 6,3%
Monóna ehf., eigandi Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, 6,3%
Stafir lífeyrissjóður, 4,7%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 4,7%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, 4,7%
Almenni lífeyrissjóðurinn, 4,7%
Glitnir Eignarhaldsfélag, eigendur kröfuhafar Glitnis banka, 4,7%
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, 4,7%
Festa lífeyrissjóður, 3,1%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, 3,1%
Ingunn Wernersdóttir, 3,1%
Arkur ehf., eigandi Steinunn Jónsdóttir, 3,1%
Hlutdeild, deild Vinnudeilusjóðs SA, 3,1%
Lífeyrissjóður verkfræðinga, 1,6%
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, 1,6%
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, 1,6%
Erna Gísladóttir, 1,6%
Heiðarlax ehf., eigandi Rudolf Lamprecht, 1,5%
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, 1,2%
KP Capital ehf., eigandi Kristín Pétursdóttir, 0,8%
Jón Sigurðsson, 0,8%
Miðeind ehf., eigandi Vilhjálmur Þorsteinsson, 0,8%

Stærsti eigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir en þrjú félög á hennar vegum eiga tæplega 80 prósent hlut í félaginu. Þá á Ingibjörg og félög hennar einnig 100 prósent B-hlutabréfa í 365.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK